Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Undirrita samninga um hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ
Föstudagur 11. nóvember 2011 kl. 09:55

Undirrita samninga um hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ

Samningur um 60 rýma hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ verður undirritaður á Nesvöllum í dag. Fjármálaráðherra, velferðarráðherra og bæjarstjóri Reykjanesbæjar munu undirrita samninginn. Framkvæmdir verða fjármagnaðar með svokallaðri leiguleið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir að byggt yrði nýtt 30 rýma hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ en að hjúkrunarheimilið Hlévangur yrði notað áfram og fjölbýlum þar breytt í einbýli. Fyrr í sumar lagði bæjarstjórn Reykjanesbæjar fram tillögu við velferðarráðherra um að byggja nýtt 60 rýma heimili og leggja niður Hlévang. Á þetta var fallist og verður gengið til samninga við bæjarfélagið á þeim forsendum.

Nýja hjúkrunarheimilið verður byggt á gamla knattspyrnuvellinum í Njarðvík, milli Nesvalla og verslunarmiðstöðvarinnar Krossmóa.