Undirgöng undir Grindavíkurveg við Suðurhóp
Skipulagsnefnd Grindavíkur lýsir ánægju sinni með að Vegagerðin vill fara í framkvæmd á undirgöngum við Grindavíkurveg rétt norðan Suðurhóps. Nefndin felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna fjárhagsáætlun við stígagerð að göngunum.
Þá leggur nefndin til við bæjarstjórn Grindavíkur að samþykkt verði að fara í framkvæmdina. Skipulagsnefnd skorar jafnframt á bæjarstjórn að skipa nýja umferðaröryggisnefnd.