Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Undirbúningur skráningar loftfara fyrir ECA heimiluð
Fimmtudagur 2. september 2010 kl. 13:49

Undirbúningur skráningar loftfara fyrir ECA heimiluð

Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Kristján L. Möller, hefur veitt flugmálastjóra heimild til að hefja undirbúning á skráningu loftfara fyrir hollenska fyrirtækið ECA Program Limited hér á landi.

Undanfarið hefur átt sér stað mikil vinna og gagnaöflun í samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu varðandi starfsemi ECA. Eftir mikla yfirlegu og rannsóknarvinnu var ákveðið að veita Flugmálastjórn Íslands heimild til að hefja undirbúning að skráningu loftfaranna hér á landi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á Suðurnesjum er eitt mesta atvinnuleysi á landinu og afar brýnt að ný verkefni sem skapað geta atvinnu á svæðinu verði að veruleika sem fyrst. Þessi starfsemi á að geta skapað allt að 150 störf til lengri tíma en um 200 störf á uppbyggingartímanum sem gæti hafist strax á þessu ári þó að ekki verði búið að ljúka við reglugerðarbreytingu áður.