Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Undirbúningur fyrir þrítugan FS
Fimmtudagur 9. nóvember 2006 kl. 15:06

Undirbúningur fyrir þrítugan FS

Fjölbrautaskóli Suðurnesja fagnar þrítugsafmæli sínu nú í lok nóvember. Af því tilefni verður opinn dagur í skólanum og jafnframt verður gefið út afmælisblað sem verður dreift með Morgunblaðinu 24. nóv. nk. 
Ritnefndin hefur hist og undirbýr nú afmælisritið og hvetur gamla nemendur að senda myndir af þeir luma á einhverjum góðum og skemmtilegum. Í blaðinu verður farið yfir sögu FS, rætt við forráðamenn skólans, gamla og nýja nemendur og fleira.
 Meðfylgjandi mynd var tekin af ritnefndinni að störfum nú í vikunni en umsjón með útgáfunni er í höndum Víkurfrétta og starfsmanna skólans.


Mynd: F.v. Guðmann Sigþórsson, Rósa Sigurðardóttir, Valgerður Björk Pálsdóttir og Björk Guðjónsdóttir. Í aftari röð eru Óli Jón Arnbjörnsson, skólameistari og Jón Sæmundsson. VF-mynd: Páll Ketilsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024