Undirbúningur fyrir afmælishátíð í Garði á fullu
Undirbúningur vegna væntanlegrar sýningar í Íþróttamiðstöðinni í Garði helgina 17. til 19.október er nú á fullu. Á sýningunni verður starfsemi þeirra fyrirtækja sem eru í Garði kynnt fyrir gestum, auk þess sem varningur verður boðinn til sölu. Sýningin er haldin í tilefni af 10 ára afmæli íþróttamiðstöðvarinnar í Garði og 95 ára afmæli byggðarlagsins. Eins og fram hefur komið er áhugi mikill meðal heimamanna að sýning þessi geti tekist sem best. Nú er unnið að því að útbúa dagskrá fyrir afmælishátíðina.
Víkurfréttir með afmælisblað Gerðahrepps
Í tengslum við afmæli Gerðahrepps og Íþróttamiðstöðvarinnar í Garði hefur Gerðahreppur samið við Víkurfréttir um útgáfu á sérstöku afmælis- og sýningarblaði. Blaðið mun fjalla ítarlega um afmælishátíðina og einnig verður mannlífinu í Garði gerð góð skil í blaðinu, sem hlotið hefur nafnið Garðurinn – byggða bestur!
Dansleikur í Samkomuhúsinu
Í tengslum við afmælissýninguna 17.til 19. október í Íþróttahúsinu mun Unglingaráð Víðis standa fyrir dansleik í Samkomuhúsinu laugardaginn 18.október. Dansleikurinn verður frá kl.23:00 til 03:00. Stórsveit Siggu Beinteins og Bjarna Ara leikur fyrir dansi. Aldurstakmark er 20 ár og verð aðgöngumiða verður kr.1500. Forsala miða verður í bás Unglingaráðs Víðis á sýningunni í Íþróttahúsinu.
Víkurfréttir með afmælisblað Gerðahrepps
Í tengslum við afmæli Gerðahrepps og Íþróttamiðstöðvarinnar í Garði hefur Gerðahreppur samið við Víkurfréttir um útgáfu á sérstöku afmælis- og sýningarblaði. Blaðið mun fjalla ítarlega um afmælishátíðina og einnig verður mannlífinu í Garði gerð góð skil í blaðinu, sem hlotið hefur nafnið Garðurinn – byggða bestur!
Dansleikur í Samkomuhúsinu
Í tengslum við afmælissýninguna 17.til 19. október í Íþróttahúsinu mun Unglingaráð Víðis standa fyrir dansleik í Samkomuhúsinu laugardaginn 18.október. Dansleikurinn verður frá kl.23:00 til 03:00. Stórsveit Siggu Beinteins og Bjarna Ara leikur fyrir dansi. Aldurstakmark er 20 ár og verð aðgöngumiða verður kr.1500. Forsala miða verður í bás Unglingaráðs Víðis á sýningunni í Íþróttahúsinu.