Fréttir

Undirbúningur að 25 ára afmæli Byggðasafns Suðurnesja
Föstudagur 2. janúar 2004 kl. 16:03

Undirbúningur að 25 ára afmæli Byggðasafns Suðurnesja

Undirbúningur vegna 25 ára afmælis Byggðasafns Suðurnesja er hafinn með undirbúningi að  sýningu sem verður í Duus-húsum í tilefni af 25 ára afmæli Byggðasafnsins. Hafnar eru framkvæmdir við 3. hluta Duus-húsa, gryfjuna (suðursal). Gólfið verður sléttað og það sett í götuhæð. Salurinn verður viðbót við sýningaraðstöðuna í Duus-húsum og þar verður hægt að hafa breytilegar sýningar í framtíðinni s.s. list, sögusýningar, hönnun o.fl. Á afmælissýningu Byggðasafnsins verða munir og myndir úr sögu safnsins. Sýningin mun opna 11. júní 2004 og standa yfir í eitt ár.