Undirbúa niðurrif leikskólans Garðasels
Engin starfsemi verður í Garðaseli þegar nýr leikskóli á Skólavegi 54 verður tekinn í notkun. Mikilvægt er að undirbúa vel þær hugmyndir sem ratað hafa á yfirborðið en þar má helst nefna rif á núverandi húsi og nýbygging en þá er horft til hönnunar á Skólavegi sem þykir vel heppnuð.
Þetta kom fram á síðasta fundi stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar þar sem Hreinn Ágúst Kristinsson, deildarstjóri eignaumsýslu, fór yfir skýrslu frá Verksýn um ástandsskoðun á leikskólanum Garðaseli. Stjórn Eignasjóðs samþykkir fram komna tillögu um að undirbúningur verði hafinn við niðurrif húsnæðisins.