Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Undirbúa móttöku tólf mánaða barna
Fimmtudagur 11. febrúar 2021 kl. 09:47

Undirbúa móttöku tólf mánaða barna

Stefnt er að því að opna nýjan leikskóla í Grindavík haustið 2023 og þá verði stefnt að því að taka inn tólf mánaða gömul börn í alla leikskóla bæjarins. Minnisblað um það sem mögulega þarf að huga að til að mæta þeirri stefnu fræðslunefndar að taka inn tólf mánaða gömul börn í leikskóla Grindavíkurbæjar var tekið fyrir á síðasta fundi fræðslunefndar bæjarins.

Fræðslunefnd telur mikilvægt að byrja undirbúning fyrir breytingar á húsnæði og leiksvæði leikskólanna. Mikilvægt er að gera áætlanir um hönnun, framkvæmdir, kostnað og mannafla út frá nýjum forsendum svo allir skólar verði í stakk búnir til að taka inn tólf mánaða gömul börn. Fræðslunefnd hefur falið skólaskrifstofu að vinna málið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024