Undirboð á vinnumarkaði
- erlendir verkamenn bjóðast til að vinna fyrir 300 krónur á tímann svart -
Borið hefur á undirboðum launa á vinnumarkaði hér á Suðurnesjum þar sem erlendir verkamenn í atvinnuleit bjóðast til að ráða sig til starfa fyrir allt niður í 300 krónur á tímann „svart”. Þetta staðfesta tveir atvinnurekendur sem VF hefur rætt við. Kristján Gunnarsson, formaður VSFK, segir þetta vissulega þekkjast en geti ekki talist algengt miðað við umfang.
Fiskverkandi á Suðurnesjum segir að í tvígang undanfara mánuði hafi komið til hans Pólverjar í atvinnuleit. Þegar þeim hafi verið sagt að ekki væri þörf fyrir meiri mannskap í fyrirtækinu hafi þeir boðist til að vinna fyrir 300 – 400 krónur á tímann, „svart”. Svipaða sögu segir byggingaverktaki sem VF ræddi við. Hvorugur þeirra þáði þessi „kostaboð" en óneitanlega hlýtur að vakna sú spurning hvort einhverjir taki slíkum tilboðum.
„Þetta eru þessi beinu, félagslegu undirboð sem við höfum orðið áskynja að eru í gangi. Mér fannst þeirra reyndar meira áberandi síðastliðið sumar. Neyðin og atvinnuleysið í heimalandinu rekur þessa menn hingað og stundum koma þeir upp á von og óvon ekki með neitt í takinu, hvorki vinnu né húsnæði, eiga ekkert nema fatatuskurnar sem þeir standa í en hafa einhvern vegina náð að öngla saman fyrir fari til Íslands. Ég get nefnt sem dæmi mann sem bjó á tjaldstæðum hér á landi í þrjá mánuði,“ sagði Kristján Gunnarsson, formaður VSFK og Starfsgreinasambandsins, þegar VF hafði samband við hann vegna málsins.
„Tímakaup upp á 300 krónur þykja ekki slæm laun í Póllandi og í neyð sinni eru menn tilbúnir að vinna fyrir það. Síðan sér maður þá jafnvel standa niður á bryggju að veiða sér í matinn og fólk hefur jafnvel þurft að læsa sorpkössum svo ekki sé verið að gramsa í þeim,“ sagði Kristján ennfremur.
Kristján segir að sífellt sé unnið í því að ná til þessara einstaklinga til að aðstoða þá og fræða um rétt þeirra til hærri launa og betri kjara. „Ég er hér með bæklinga að ég held á 12 tungumálum um grundvallarréttindi verkafólks. Á borðinu er bunki af bréfum á pólsku sem ég er að láta þýða. Í þeim er fólk að biðja um ýmiskonar aðstoð. Ég held ég geti sagt að þessi tilvik séu ekki mörg miðað við fjöldann á vinnumarkaði. Sem betur fer get ég sagt að siðferði íslenskra atvinnurekenda er almennt betra en það. Því miður eru samt til illa þokkaðir atvinnurekendur sem nýta sér þessa eymd,“ sagði Kristján Gunnarsson.
Mynd: Þetta er tímakaupið sem sumir eru tilbúnir að þiggja; 300 kall á tímann svart.
Borið hefur á undirboðum launa á vinnumarkaði hér á Suðurnesjum þar sem erlendir verkamenn í atvinnuleit bjóðast til að ráða sig til starfa fyrir allt niður í 300 krónur á tímann „svart”. Þetta staðfesta tveir atvinnurekendur sem VF hefur rætt við. Kristján Gunnarsson, formaður VSFK, segir þetta vissulega þekkjast en geti ekki talist algengt miðað við umfang.
Fiskverkandi á Suðurnesjum segir að í tvígang undanfara mánuði hafi komið til hans Pólverjar í atvinnuleit. Þegar þeim hafi verið sagt að ekki væri þörf fyrir meiri mannskap í fyrirtækinu hafi þeir boðist til að vinna fyrir 300 – 400 krónur á tímann, „svart”. Svipaða sögu segir byggingaverktaki sem VF ræddi við. Hvorugur þeirra þáði þessi „kostaboð" en óneitanlega hlýtur að vakna sú spurning hvort einhverjir taki slíkum tilboðum.
„Þetta eru þessi beinu, félagslegu undirboð sem við höfum orðið áskynja að eru í gangi. Mér fannst þeirra reyndar meira áberandi síðastliðið sumar. Neyðin og atvinnuleysið í heimalandinu rekur þessa menn hingað og stundum koma þeir upp á von og óvon ekki með neitt í takinu, hvorki vinnu né húsnæði, eiga ekkert nema fatatuskurnar sem þeir standa í en hafa einhvern vegina náð að öngla saman fyrir fari til Íslands. Ég get nefnt sem dæmi mann sem bjó á tjaldstæðum hér á landi í þrjá mánuði,“ sagði Kristján Gunnarsson, formaður VSFK og Starfsgreinasambandsins, þegar VF hafði samband við hann vegna málsins.
„Tímakaup upp á 300 krónur þykja ekki slæm laun í Póllandi og í neyð sinni eru menn tilbúnir að vinna fyrir það. Síðan sér maður þá jafnvel standa niður á bryggju að veiða sér í matinn og fólk hefur jafnvel þurft að læsa sorpkössum svo ekki sé verið að gramsa í þeim,“ sagði Kristján ennfremur.
Kristján segir að sífellt sé unnið í því að ná til þessara einstaklinga til að aðstoða þá og fræða um rétt þeirra til hærri launa og betri kjara. „Ég er hér með bæklinga að ég held á 12 tungumálum um grundvallarréttindi verkafólks. Á borðinu er bunki af bréfum á pólsku sem ég er að láta þýða. Í þeim er fólk að biðja um ýmiskonar aðstoð. Ég held ég geti sagt að þessi tilvik séu ekki mörg miðað við fjöldann á vinnumarkaði. Sem betur fer get ég sagt að siðferði íslenskra atvinnurekenda er almennt betra en það. Því miður eru samt til illa þokkaðir atvinnurekendur sem nýta sér þessa eymd,“ sagði Kristján Gunnarsson.
Mynd: Þetta er tímakaupið sem sumir eru tilbúnir að þiggja; 300 kall á tímann svart.