Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Undir áhrifum fíkniefna á ótryggðum bílum
Föstudagur 24. október 2014 kl. 11:58

Undir áhrifum fíkniefna á ótryggðum bílum

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í nótt för ökumanns vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna.  Sýnatökur staðfestu neyslu hans á kannabis og amfetamíni. Að auki var bifreiðin sem hann ók ótryggð og voru skráningarnúmerin fjarlægð af henni.

Annar ökumaður, sem lögregla stöðvaði hafði neytt kannabisefna og var á ótryggðri bifreið. Þriðji ökumaðurinn ók bifreið sem ljóslaus var að aftan. Lögregla hafði afskipti af honum og fundust fíkniefni á mælaborði bifreiðarinnar og á gólfi hennar. Þrír farþegar voru í bifreiðinni og stæk kannabislykt barst úr henni. Voru þeir handteknir, ásamt ökumanni, sem hafði neytt kannabis og amfetamíns, að því er sýnatökur staðfestu. Loks var einn ökumaður handtekinn vegna ölvunaraksturs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024