Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Undir áhrifum á ofsahraða
Mánudagur 10. september 2018 kl. 13:05

Undir áhrifum á ofsahraða

Ökumaður sem mældist á 151 km hraða á Reykjanesbraut í nótt, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund,  var jafnframt grunaður um ölvunarakstur. Þarna var á ferðinni erlendur ferðamaður. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð til sýna- og skýrslutöku og var frjáls ferða sinna að því loknu.
 
Annar ökumaður var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði mælt bifreið hans á ríflega tvöföldum hámarkshraða eða á 71 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km á klukkustund.
 
Fáeinir ökumenn til viðbótar voru kærðir fyrir hraðakstur um helgina. Einn til viðbótar ók án þess að hafa öðlast ökuréttindi.
 
Þá voru nokkrir ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur og skráningarnúmer fjarlægð af bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar í umferðinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024