Undarlegt ferðalag hjóna á traktor
-hreingferð um landið lauk í Vogum í gær
Hjónin Helgi Ragnar Guðmundsson og Júlía Halldóra Gunnarsdóttir komu í gær heim úr óvenjulegri ferð hringinn í kringum landið. Segja má að farartækið hafi verið óhefðbundið, 60 ára traktor af gerðinni Farmall Cub en hann keyrðu þau hjóninn hringveginn með heimasmíðaða kerru í afturdragi sem hýsti svefnherbergi og viðverustað meðan á ferðalaginu stóð.
Kerran hýsti svefnstað þeirra hjóna
Ferðalagið hófst þann 26. júní og því höfðu hjónin verið á ferðalagi í tæpan mánuð þegar traktorinn rann í hlað á heimili þeirra í Vogunum. Ferðin gekk að þeirra sögn nokkuð slysalaust fyrir sig en meðalhraði á leiðinn var um 10km. Það gafst því nægur tími til þess að skoða náttúruna, spjalla saman - nú eða spjalla við bændur sem tóku svo sannarlega vel á móti þessum ferðalöngum.
Birt verður viðtal við hjónin í næsta tölublaði Víkurfrétta þar sem þau segja frá ferðinni og traktornum góða.
Traktorinn er orðinn 60 ára og hefur sinnt sínu hlutverki vel, þetta var þó án efa fyrsta og hugsanlega síðasta hringferð hans um landið