Una í Garði GK stytt til að geta veitt nær landi
Fiskiskipið Una í Garði GK 100 hefur verið stytt um tvo og hálfan metra til þess að skipið geti veitt á fiskimiðum nær landi sem takmarkast við skipastærðir undir 29 metrum. Skipið er nýlaga komið úr breytingum frá Póllandi sem kostuðu 23 milljónir króna.Auk þess að skipið var stytt var það slegið út að aftan og sett á það skutrenna. Þá var sett perustefni á skipið, breytinmgar gerðar á lest og nýr borðsalur og eldhús sett í skipið. Þá var skiðið sandblásið, galvaníserað og málað.