Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Umtalsverðir fjármunir sviknir af HS Orku
Frá Svartsengi. Orkuver HS Orku í baksýn.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
mánudaginn 9. september 2019 kl. 10:27

Umtalsverðir fjármunir sviknir af HS Orku

Starfsfólki HS Orku varð nýverið ljóst að brotist hefði verið inn í tölvukerfi félagsins, með þeim afleiðingum að utanaðkomandi aðila tókst að svíkja umtalsverða fjármuni út úr félaginu. Unnið hefur verið náið með lögregluyfirvöldum hér á landi og erlendis að endurheimt fjármunanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku.

„Vegna skjótra viðbragða bæði starfsfólks og lögreglu hefur félagið ástæðu til að ætla að stóran hluta fjárhæðarinnar megi endurheimta og þannig verði að líkindum hægt að takmarka afleiðingar glæpsins að miklu leyti,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Málið mun engin áhrif hafa á rekstrargrundvöll, reglubundna starfsemi HS Orku, viðskiptavini eða birgja fyrirtækisins. Vegna rannsóknarhagsmuna er því miður ekki hægt að veita nánari upplýsingar á þessu stigi.