Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umsvif Kadeco verða aukin
Þriðjudagur 9. nóvember 2010 kl. 12:14

Umsvif Kadeco verða aukin


Umsvif Kadeco verða aukin með auknu fjármagni frá ríkinu  til að gera félaginu kleift að ráðast í aukin verkefni. Er talað um 250 milljónir í því sambandi. Gagnaver fá skattalegar undanþágur er snúa að virðisaukaskatti vegna sölu rafrænnar þjónustu úr landi. Stofna á stórt safn, svokallað Kaldastríðssafn, um veru bandaríska hersins á Íslandi og efla á kynningar og markaðsstarf á vegum Þróunarfélagsins.

Þetta er á meðal þeirra atriða sem kynnt voru á blaðamannafundi eftir ríkisstjórnarfund í Víkingaheimum í morgun.

Á fundinum var ekki farið sérstaklega yfir stöðu einstakra verkefna eins og álvers í Helguvík eða ECA flugverkefnis. Í máli iðnaðarráðherra kom fram að samningar um álverið snéru ekki beint að ríkisstjórninni þar sem t.d. ágreiningur um orkuverð væri samningsatriði milli annarra. Samgönguráðherra sagði að flugmálayfirvöldum hefði verið falið að fara vandlega yfir ECA-málið en þar hefði Ísland mikilla hagsmuna að gæta á alþjóðlegum vettvangi, sem ekki mætti stefna í hættu.

VF greinir nánar frá efni fundarins í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024