UMSÓKNINNI VÍSAÐ FRÁ!
Umsókninni vísað frá!- Reykjanesbær fær á sig stjórnsýslukæru.„Bæjarbúar eiga sjálfir rétt á því að geta valið,“ segir varaforseti bæjarstjórnar í VF í dag.Jón M. Harðarson sótti um vínveitingaleyfi á nýja leik fyrir síðustu helgi en var hafnað aftur.Að sögn Ellerts Eiríkssonar, bæjarstjóra var umsókninni vísað frá þar sem ekki nýtt var í henni en eins og kunnugt er var það fellt í bæjarstjórn á þriðjudag í síðustu viku að veita Jóni leyfi.Umsókn Jóns sem kom rétt fyrir helgi var strax tekin fyrir á grundvelli stjórnsýslulaga um endurupptöku mála. Samkvæmt heimildum blaðsins mun Jón reyna að sannfæra bæjarfulltrúa um að veita sér vínveitingaleyfi með óbreyttri umsókn. Í staðinn muni hann ekki fara í skaðabótamál við bæjarfélagið en ljóst mun vera að staða hans er sterk í þeim efnum.Klúður hjá bæjarstjórn - segir Jón Magnús Harðarson veitingamaður sem hefur lagt fram stjórnsýslukæru á hendur Reykjanesbæ.Viðtal: Silja Dögg Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Páll Ketilsson og Hilmar BragiJón M. Harðarson, veitingamaður, hefur lagt fram stjórnsýslukæru varðandi niðurstöðu bæjarstjórnar um að veita honum ekki áfengisveitingaleyfi. Málið fær flýtimeðferð og gert er ráð fyrir að öll gögn liggi fyrir eftir 2-3 vikur. Jón og hans fjölskylda hafa orðið fyrir áreiti frá fólki út í bæ síðan hann kom fram í fjölmiðlum í ágúst og sagðist ætla að opna nektardansstað.Þáttur EllertsJón segist hafa vitað fyrir að það yrðu einhver læti í kringum málið en hann bjóst hins vegar ekki við að fá neitun. Hann segir að bæjarstjórn hafa hafnað vínveitingaleyfi, grundvallað á persónulegum skoðunum fulltrúa en ekki byggt á gildandi lögum og reglum. „Ellert Eiríksson var t.d. búin að láta gera fyrir sig lögfræðiálit þar sem kemur fram að bæjarstjórn hafi ekki lagalegan rétt til að hafna leyfinu á þeim forsendum að um nektardansstað sé að ræða. Mér finnst það ósanngjarnt af honum að koma með tillögu um að veita mér leyfi til áfengisveitinga frá klukkan 12 á hádegi til klukkan 8 á kvöldin. Hann var með þessari tillögu að reyna að koma sér hjá kæru og tók sénsinn á að hún yrði samþykkt. Ég hefði voðalega lítið aðhafst ef svo hefði farið”, segir Jón. Málið fær flýtimeðferðStjórnsýslukæra hefur nú þegar verið lögð fram og lögfræðingar Jóns eru að vinna í málinu. Málið fær flýtimeðferð, en það þýðir að menn taka sér 2-3 vikur að fara yfir málið og að því loknu getur Jón væntanlega sótt aftur um leyfi. „Þessi málsmeðferð er auðvitað klúður hjá bæjarstjórninni og stjórnsýslukæran er mjög alvarlegt mál”, segir Jón.Leggur allt sitt undirJón segist hafa allt undir sem hann hefur byggt upp á undanförnum árum, og alla sína framtíð. „Við erum að tala um mikla peninga”, svarar Jón þegar hann er spurður að því hvað hann hafi lagt háa fjárhæð í nýja staðinn sinn.Þær raddir hafa heyrst að ef Jón fái ekki vínveitingaleyfi fyrir stað sinn í Grófinni, þá setji hann súluna bara í Stapann. Aðspurður hafnar Jón þessari hugmynd algjörlega og segist aldrei muni detta það í hug.Keypti Völund út úr rekstrinumAlkunna er að Völundur, eigandi dyravarðafyrirtækisins Magnum, hafi verið í félagi með Jóni í upphafi. Völundur þessi var ekki með hreint mjöl í pokahorninu og mörgum bæjarbúanum brá í brún þegar upp kom að hann ætti umræddan skemmtistað, ásamt Jóni. Jón segist hafa vitað ýmslegt um hann í upphafi en ekki allt saman. Hann hafi þó heyrt ýmsar sögur en ekki viljað taka mark á þeim því hann væri ekki vanur að hlusta á sögusagnir. „Ég keypti hann út úr þessu vegna þess að hann kom ekki hreint fram við mig og var með alls konar yfirlýsingar út um allan bæ. Ég uppgötvaði bara allt of seint hvernig hann er, en það eru auðvitað mín mistök.”Hefur fengiðhótanirFólk hefur skiptar skoðanir um réttmæti þess að Jón fái að opna skemmtistað í Grófinni. Einhverjir sem telja að slíkur staður sé af hinu illa, hafa áreitt Jón og hans fjölskyldu síðan í ágúst. Hann hefur verið kallaður öllum illum nöfnum, eins og eiturlyfjasali, hórumangari og rétt væri að hann myndi brenna í víti. Þeir sem standa á bakvið þessar hótanir hafa þó ekki kjark í að koma hreint fram heldur senda Jóni stöðugt SMS símaskilaboð. Jón segist þó ekki ætla að aðhafast neitt í málinu en auðvitað hafi þetta skapað geysilegt álag á heimilislífið. „Við erum í því að verja okkur og það er litið á mig sem glæpamann”, segir Jón og bætir við, „ég fæ auðvitað ýmsar upplýsingar frá hinum og þessum sem standa með mér, og þeir einstaklingar segja mér að fólk sé að hlægja að þessu út í bæ og segja að þetta sé bara gott á mig og vonar að þetta fari allt illa. Ég er mjög hissa á þessari framkomu.” Undirskrifta-söfnun á fölskum forsendumJóni er mikið niðri fyrir þegar hann ræðir þessi mál og segist ekki vera sáttur við þegar menn eru að bendla hann við eitthvað sem er ekki rétt. „Þeir eru bara að mála skrattann á vegginn”, segir Jón og á þá við undirskriftasafnarana og þá sem hæst hafa látið í að mótmæla opnun Casino, og heldur áfram: „Bankað er uppá hjá fólki og spurt hvort það vilji vændi eða dóp, að skrifa ekki undir þýðir að viðkomandi sé hlynntur slíku. Þetta er náttúrulega alger vitleysa”, segir Jón Harðarson. Brot úr stjórnsýslukærunni sem Jón Harðarson leggur fram gegn ákvörðun bæjarstjórnar Reyjanesbæjar 21.september 1999.Ólögmæt ákvörðun bæjarstjórnarÍ kærunni kemur fram að stuðst sé við lagarök Lárentsínusar Kristjánssonar héraðsdómslögmanns og þar segir: „...að sveitastjórn hafi ekki að óbreyttum lögum heimild til þess að banna skemmtiatriði á veitingahúsum, svo sem erótískan dans, með því að beita fyrir sig lögum, t.d. áfengislögum, eins og þau eru úr garði gerð. Bendir lögmaðurinn réttilega á að slíkt brjóti í bága við svokallaða lögmætisreglu stjórnvalda. Þá bendir lögmaðurinn á að samkvæmt jafnræðisreglunni beri stjórnvöldum að leggja málefnaleg sjónarmið til grundvallar við ákvarðanatöku, sem kærandi fullyrðir að ekki hafi verið gert að hálfu sveitarfélagsins.”Persónulegt mat bæjarfulltrúaEinnig segir í kærunni að niðurstaðan byggi eingöngu á matskenndu siðferðissjónarmiði bæjarfulltrúa og vísar lögmaður í bókun sem J-listinn lagði fram á umræddum fundi en þar segir m.a.: „Það er því ljóst að löggjafinn gerir sér grein fyrir því að málið er víðtækt og oft þarf að taka tillit til fleiri atriða en þessara sjónarmiða einna. Ber þar hæst siðgæðisvitund okkar eins og hún enduspeglast í trú, fjölskyldustefnu, siðferðiskennd einstaklinga ásamt siðum og venjum samfélagsins. Lög geta aldrei endurspeglað þessa þætti að fullu.” Lögmaður telur þessa bókun sýna ótvírætt að þeir einstaklingar sem að þessari bókun standa, telji eigin siðferðiskennd standa lögum framar.Ólögmæt þvingun bæjarstjórnarKærandi mótmælir því að vændi og eiturlyf fylgi óhjákvæmilega starfsemi þar sem erótískur dans er sýndur og bendir á að erótískur dans hafi verið sýndur í mánuð í Reykjanesbæ og á þeim tíma hafi lögreglu engar kvartanir borist. „Synjun vínveitingaleyfisins er því ólögmæt þvingun meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar til þess að fá kæranda til þess að gefast upp á að hafa erótískan dans á skemmtistaðnum.”ValdníðslaKærandi leggur aftur áherslu á ummæli Lárentsínusar, þar sem hann fjallar um skyldu stjórnvalda að byggja stjórnsýsluákvarðanir sínar á málefnalegum sjónarmiðum, og þar segir orðrétt: „Hæpið væri að sveitarfélag gæti bannað atvinnurekstur í sveitarfélagi á grundvelli þess t.d. að hann væri að mati forsvarsmanna (jafnvel meginþorra íbúa) ósiðlegur, óæskilegur eð jafnvel óheppilegur á meðan að löggjafinn amaðist ekki við slíkum rekstri”, segir lögmaðurinn og bendir jafnframt á að atvinnuréttindi séu tryggð í íslensku stjórnarskránni og skerðing á þeim verði að hafa stoð í lögum. Hann segir einnig að sömu sjónarmið eigi við þegar um íþyngjandi stjórnarathöfn sé að ræða.Niðurstaða Jónasar Haraldssonar, lögmanns Jóns M. Harðarsonar, er að hér sé um valdníðslu að ræða og hún er skilgreind í lögum: „...þegar sjórnvöld misnota sér aðstöðu sína til hagsbóta fyrir sig eða vegna huglægrar afstöðu sinnar til málefnisins. Er það sjálfstæð ógildingarástæða stjórnsýsluákvörðunar. Fleiri málsástæður mætti hér tína til kröfu kæranda til rökstuðnings, svo sem brot á meðalhófsreglu stjórnsýslulaganna og fleira.”