Umsóknarfrestur um starf bæjarstjóra í Grindavík rennur út í dag

Umsóknarfrestur um starf bæjarstjóra hjá Grindavíkurbæ rennur út í dag. „Leitað er að öflugum og framsýnum bæjarstjóra til starfa hjá ört vaxandi bæjarfélagi. Sóknarfærin eru mörg og framundan er áfamhaldandi uppbygging á ýmsum sviðum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst,“ segir í auglýsingu bæjarins en það er Hagvangur sem annast umsóknarferlið.