Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Umsókn um jólaúthlutun Hjálparstarfs kirkjunnar og Velferðarsjóðs
Þriðjudagur 29. nóvember 2011 kl. 10:26

Umsókn um jólaúthlutun Hjálparstarfs kirkjunnar og Velferðarsjóðs


Hægt er að sækja um aðstoð til Hjálparstarfs kirkjunnar og Velferðarsjóðs Suðurnesja í Keflavíkurkirkju alla virka daga frá kl. 10-12 til 8. desember (einnig í öðrum kirkjum á þeirra opnunartíma). Allir sem sækja um þurfa að skila gögnum um tekjur og útgjöld heimilisins svo unnt sé að meta hvort viðkomandi er innan viðmiðunarmarka aðstoðarinnar, en miðað er við neysluviðmið Umboðsmanns skuldara.

Þeir sem hafa fengið inneignarkort Hjálparstarfsins frá 1. maí 2011 geta sótt um rafrænt á www.help.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mótttaka jólagjafa og jólafatnaðar verður hjá Hertex búð Hjálpræðishersins á Hafnargötu og mun Velferðarsjóður Suðurnesja vera í samvinnu við Hjálpræðisherinn um útdeilingu jólagjafa í ár.

Afhending pakka fer fram á Ásbrú Flugvallarvegi 730, 21. desember á milli kl. 10-14.