Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Umsátursástand í Grindavík
    Frá vettvangi atburðarásarinnar í Grindavík í kvöld. VF-myndir: Hilmar Bragi
  • Umsátursástand í Grindavík
    Sérsveitarmenn gráir fyrir járnum á vettvangi í Grindavík í gærkvöldi, laugardagskvöld.
Sunnudagur 21. maí 2017 kl. 02:02

Umsátursástand í Grindavík

Lögreglan var með mikinn viðbúnað í Grindavík í kvöld og fram á nótt. Borgarhrauni og nærliggjandi götum var lokað þar sem einstaklingur í ójafnvægi var með skotvopn í húsi við Borgarhraun.
 
Farið var í hús og fólk beðið um að vera innandyra og lögreglumenn vísuðu fólki í burtu sem var í sjónlínu við íbúðarhúsið.
 
Ekki hafa fengist upplýsingar hvort maðurinn var einn í húsinu eða hvað varð til þess að lögregla var kölluð út en fjölmennt lögreglulið frá lögreglunni á Suðurnesjum og sérsveit ríkislögreglustjóra var á staðnum. Umsátrið hófst um kl. 21 á laugardagskvöld en verulega var dregið úr umfangi lögregluaðgerðarinnar rétt fyrir kl. 01 í nótt en þá má gera ráð fyrir að maðurinn hafi verið handtekinn.
 
Sjúkrabifreið stóð vakt við verkalýðshúsið í Grindavík í allt kvöld á meðan umsátrinu stóð.
 
Lögregla var meðal annars með dróna á lofti og lítið vélmenni á beltum.
 
Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta á mótum Borgarhrauns og Víkurbrautar en atburðarásin átti sér stað neðar í götunni.

 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sérsveitin og lögregla í Grindavík