Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 6. júní 2001 kl. 03:12

Umræður um framkvæmdir við Sandgerðisbryggju

Í bréfi frá Siglingastofnun Íslands frá 7. maí síðastliðnum sem var tekið fyrir hjá bæjarráði Sandgerðis fyrir stuttu voru lagðar fram hugmyndir um framkvæmdir á vegum hafnarráðs og Siglingastofnunnar.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar yrðu í samræmi við fjárframlag frá Alþingi. Bæjarráð óskaði eftir útreikningum frá hafnarráði. Auk þess var lögð áhersla á að framkvæmdakostnaður yrði undir 100 milljónum. Aðaláhersla verður lögð á þilið við norður bryggjuna, tvö höft í og við innsiglingu í höfnina, 8m dýpi við stálþil auk þess sem gert er ráð fyrir lágmarks dýpkun innan hafnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024