Umræða um lausagöngu hunda í Sandgerði
Á vefsíðu Sandgerðisbæjar er bréf þar sem fjallað er um lausagöngu hunda en slíkt er bannað samkvæmt lögum. Í bréfinu fjallar bréfritari um skyldur hundaeigenda við þjálfun og umhirðu hunda. „Hér í Sandgerði eru til þær manneskjur sem þora ekki einar út að ganga í góðu veðri að ég tali nú ekki um að kvöldlagi, af hræðslu við að mæta lausum hundi. Allir vita þó að lausaganga hunda er stranglega bönnuð. Samt mætir maður stórum hundum öðru hvoru, lausum og hamingjusömum, af því að þeir vita ekki að þeir eru að brjóta reglur, af því að eigendurnir sjá ekki til þess að farið sé eftir settum reglum um lausagöngu hunda,“ segir í bréfinu sem birt er á vef Sandgerðisbæjar, en bréfið er birt í heild sinni hér að neðan.
Lausir hundar í Sandgerði
Nokkur umræða hefur verið um hunda í Sandgerði. Hundar eru bestu vinir eigenda sinna, en hundar eru bara hundar og ef eigendur þeirra ala þá ekki upp verða þessar yndislegu skepnur ekki svo yndislegar lengur; gjammandi, glefsandi og leiðinlegar. Og það er ekki þeirra sök, þeir eru bara hundar sem vita ekki betur en að þessi hegðun sé tilheyrandi. Þess vegna er það ábyrgðarhluti að eiga hund. Ef hundur bítur barn er hann tekinn af lífi. Það er skylda eigenda að kenna dýrinu hvað megi gera og hvað ekki. Það er líka skylda eigenda að hirða skítinn eftir hundinn sinn - og það er ekki svo mikið mál að hafa litla plastpoka í vasanum þegar farið er með hundinn út í göngutúr. En þá er ég í rauninni komin að aðalmálinu sem er LAUSIR HUNDAR. Hér í Sandgerði eru til þær manneskjur sem þora ekki einar út að ganga í góðu veðri að ég tali nú ekki um að kvöldlagi, af hræðslu við að mæta lausum hundi. Allir vita þó að lausaganga hunda er stranglega bönnuð. Samt mætir maður stórum hundum öðru hvoru, lausum og hamingjusömum, af því að þeir vita ekki að þeir eru að brjóta reglur, af því að eigendurnir sjá ekki til þess að farið sé eftir settum reglum um lausagöngu hunda. Verum á varðbergi gagnvart þessu. Það er synd þegar fólk talar neikvætt um hundana, því að þeir eru svo yndisleg dýr og ef þeir eru það ekki, eru það eigendur þeirra sem gera þá að einhverju öðru.
HV
Lausir hundar í Sandgerði
Nokkur umræða hefur verið um hunda í Sandgerði. Hundar eru bestu vinir eigenda sinna, en hundar eru bara hundar og ef eigendur þeirra ala þá ekki upp verða þessar yndislegu skepnur ekki svo yndislegar lengur; gjammandi, glefsandi og leiðinlegar. Og það er ekki þeirra sök, þeir eru bara hundar sem vita ekki betur en að þessi hegðun sé tilheyrandi. Þess vegna er það ábyrgðarhluti að eiga hund. Ef hundur bítur barn er hann tekinn af lífi. Það er skylda eigenda að kenna dýrinu hvað megi gera og hvað ekki. Það er líka skylda eigenda að hirða skítinn eftir hundinn sinn - og það er ekki svo mikið mál að hafa litla plastpoka í vasanum þegar farið er með hundinn út í göngutúr. En þá er ég í rauninni komin að aðalmálinu sem er LAUSIR HUNDAR. Hér í Sandgerði eru til þær manneskjur sem þora ekki einar út að ganga í góðu veðri að ég tali nú ekki um að kvöldlagi, af hræðslu við að mæta lausum hundi. Allir vita þó að lausaganga hunda er stranglega bönnuð. Samt mætir maður stórum hundum öðru hvoru, lausum og hamingjusömum, af því að þeir vita ekki að þeir eru að brjóta reglur, af því að eigendurnir sjá ekki til þess að farið sé eftir settum reglum um lausagöngu hunda. Verum á varðbergi gagnvart þessu. Það er synd þegar fólk talar neikvætt um hundana, því að þeir eru svo yndisleg dýr og ef þeir eru það ekki, eru það eigendur þeirra sem gera þá að einhverju öðru.
HV