Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umönnunargreiðslum verður breytt
Fimmtudagur 21. október 2010 kl. 14:35

Umönnunargreiðslum verður breytt


Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að umönnunargreiðslur á árinu 2011 verði með öllum börnum til 15 mánaða aldurs en eftir það takmarkist greiðslur við niðurgreiðslu vegna dagforeldra með börnum til leikskólaaldurs.

Þá samþykkti bæjarráð að segja upp samningi um Fjörheima að Ásbrú og flytja starfsemina í húsnæði H88. Ennfremur samþykkir bæjarráð að öldrunarþjónusta að Nesvöllum verði öll undir sama sviði og færist þá tómstundarstarf eldri borgara að Nesvöllum undir stjórn FFR.

Bæjarstjóri fór einnig yfir niðurskurðartillögur sem hafa verið til skoðunar fyrir árið 2011 og fjármálastjóri hefur verið að vinna að í samræmi við fyrri ákvörðun bæjarráðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024