Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ummerki um skemmdir við hreyfil Icelandairþotu
Mánudagur 28. júlí 2008 kl. 16:42

Ummerki um skemmdir við hreyfil Icelandairþotu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar nú flugatvik þegar flugvél Icelandair varð að snúa aftur inn til lendingar eftir að gangtruflanir höfðu orðið í öðrum motor vélarinnar í flugtaki frá Keflavíkurflugvelli í gær, sunnudag. Vélinni var lent aftur vandræðalaust eftir um 11 mínútna flug.

Flugstjóri vélarinnar varð var við gangtruflanir í hreyfli við flugtak og ákvað að lenda vélinni aftur. Var því fullur viðbúnaður á vellinum er vélin lenti. Enginn um borð mun hafa meiðst og gekk lendingin vel.

Þetta er annað atvikið í júlímánuði að hreyfilbilun verður í flugvél Icelandair. Þann 10. júlí þurfti að slökkva á öðrum hreyfli vélar sem var að koma til landsins frá Amsterdam. Sú lending gekk einnig vandræðalaust. Í báðum tilvikum voru björgunarsveitir kallaðar út á þeim forsendum að um hættustig væri að ræða, en samvæmt fréttum fengu um 1000 björgunar- og viðbragðsaðilar útkall á sunnudaginn.

Í fréttum Ríkisútvarpsins í dag segir að ummerki séu um skemmdir á hreyfli Icelandair-þotunnar sem snúið var aftur til lendingar skömmu eftir flugtak af Keflavíkurflugvelli í gær. Skemmdirnar eru fremst og aftast á hreyfilhúsinu sem bendir til að eitthvað hafi sogast inn í það og spýst út að aftan. Ekki liggur fyrir hvað þetta var né heldur hvort það fór í sjálfan hreyfilinn eða meðfram honum.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson