Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umhverfisvöktun verði ekki í gámi
Verksmiðja United Silicon í byggingu í Helguvík. Svona var staða framkvæmda sl. fimmtudag. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 8. mars 2016 kl. 09:36

Umhverfisvöktun verði ekki í gámi

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs tekur undir með skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins sem hafnaði því á dögunum að gámur með umhverfisvöktunarbúnaði verði varanleg lausn.

United Silicon óskaði í desember eftir að fá að staðsetja 10 feta gám með umhverfisvöktunarbúnaði á lóð Golfklúbbs Suðurnesja. Skipulags- og byggingarnefndin hafnaði því og var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna áfram að málinu. Þessi afgreiðsla var samþykkt í bæjarstjórn Garðs fyrir helgi.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024