Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Umhverfisvika í Vogum hefst á morgun
Mánudagur 23. maí 2016 kl. 10:49

Umhverfisvika í Vogum hefst á morgun

- og stendur til 30. maí

Umhverfisvika Sveitarfélagsins Voga er sem fyrr haldin undir slagorðinu „Vertu til er vorið kallar á þig!,“ en það vísar til þess að allir íbúar sveitarfélagsins taki höndum saman um að gera fallegan bæ snyrtilegan fyrir sumarið. Umhverfisvikan hefst þriðjudaginn 23. maí og endar þann 30. maí, þannig að það er rúmur tími til góðra verka.

Hægt er að losa jarðveg og garðúrgang á jarðvegstipp við Iðndal 9. Ruslapokar (með garðaúrgangi) sem skildir eru eftir við lóðarmörk verða teknir hjá þeim sem þá þjónustu þurfa. Vinsamlegast gangið vel og snyrtilega frá pokum.  Íbúar á Vatnsleysuströnd eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu og óska eftir því að pokar verði hirtir. Gámur fyrir spilliefni s.s. rafgeyma er staðsettur á gámasvæðinu. Mjög mikilvægt er að flokka allt rusl, járnarusl sérstaklega. Einnig verður boðið uppá að fjarlægja járnarusl s.s. bílhræ eða annað sambærilegt. Hafa verður samband við skrifstofu og biðja um að láta fjarlægja járnarusl.

Nánari upplýsingar um umhverfisvikuna er að finna á vef Sveitarfélagsins Voga.
 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024