Umhverfisviðurkenningar i Garði
Umhverfisnefnd í Sveitarfélaginu Garði ætlar að veita umhverfisviðurkenningar fimmtudaginn 17. júlí nk. á Flösinni.
Veitt verða verðlaun fyrir fallegasta garðinn auk viðurkenninga fyrir snyrtilegt umhverfi, snyrtilegt umhverfi fyrirtækis og hvatningarverðlaun vegna umhverfis götu.
Óskað er eftir að Garðbúar komi ábendingum og tilnefningum til formanns umhverfisnefndar, Særúnar Ástþórsdóttur, með tölvupósti: [email protected] eða með símtali fyrir 10. júlí nk. i[email protected]
Myndir-VF/IngaSæm