Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umhverfisviðurkenningar afhentar í Sandgerði
Verðlaunagarðurinn að Holtsgötu 33
Mánudagur 3. september 2012 kl. 09:49

Umhverfisviðurkenningar afhentar í Sandgerði

Umhverfisviðurkenningar Sandgerðisbæjar voru afhentar á Sandgerðisdögum þann 25. ágúst.

Verðlaunagarður Sandgerðisbæjar 2012 er að Holtsgötu 33 en eigendur hans eru þau Vilborg Knútsdóttir og Þórður Þorkelsson. Í umsögn umhverfisráðs um garðinn kemur fram að í garðinum sé alltaf snyrtilegt um að litast á hvaða árstíma sem er, í honum sé fjölbreyttur gróður og garðurinn sé vel hirtur.

Salóme Kristjánsdóttir og Kári Sæbjörnsson hlutu viðurkenningu fyrir fallegan garð og vel viðhaldið hús að Bjarmalandi 7.

Ragnhildur Ólafsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðar endurbætur á gömlu húsi að Hlíðargötu 33, en húsið er talið hafa fallegt ytra útlit og umhverfið er snyrtilegt.
Ragnheiður Sigurjónsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir vel hirtan og snyrtilegan garð að Holtsgötu 5a og er garðurinn eigandanum til sóma.

Unnur Ósk Valdimarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir snyrtilegan garð í gegnum árin en hún býr á Uppsalavegi 3. Unnur er ötul í garðvinnunni og skilar það sér í fallegu umhverfi.

Umhverfisviðurkenningu fyrirtækis hlaut síðan Fúsi ehf. að Strandgötu 20 fyrir snyrtilegt umhverfi vinnusvæðis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bjarmaland 7
 

Hlíðargata 33
 

Holtsgata 5a
 

 

Uppsalavegur 3
 


 
Strandgata 20