Umhverfisverðlaun Reykjanesbæjar afhent
Umhverfisverðlaun Reykjanesbæjar til fyrirtækja og stofnana árið 2009 voru veitt við formlega athöfn nú síðdegis í bíósal Duushúsa.
Handhafar verðlaunanna að þessu sinni voru:
Novos Fasteignafélag fyrir fyrirmyndar endurbætur á eldri húsum.
Leikskólinn Holt fyrir árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu.
Leikskólinn Tjarnarsel fyrir árangursríka fræðslu og umhverfisstefn.
Oddfellow félagar fyrir glæsilegt framtak í endurbyggingu á gömlu húsi í iðnaðarhverfi.