Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umhverfisvænn efnavinnslugarður við Helguvíkurhöfn
Þriðjudagur 2. október 2012 kl. 11:08

Umhverfisvænn efnavinnslugarður við Helguvíkurhöfn

Tvö fyrirtæki hafa hug á að nýta sér gufu frá fyrirhuguðu kísilveri í Helguvík. Á síðasta fundi atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar voru lagðar fram nýjar yfirlitsmyndir af Helguvík frá CRI ehf. um umhverfisvænan efnavinnslugarð við Helguvíkurhöfn.

Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnaráðs segir að hugmyndir um græna efnagarða í Helguvík séu áhugaverðar. Þær hangi þó á því að kísilverið fari af stað, þar sem þau fyrirtæki nýta gufuna frá kísilverinu.

AGC, Atlantic Green Cemicals, er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa fengið vilyrði fyrir lóð við hlið kísilversins, og eru búnir að ljúka umhverfismati, og eru að leita fjárfesta, en bíða einnig eftir kísilverinu.

Pétur segir þetta mál á frumstigi en það styður aðra uppbyggingu í Helguvík, þar sem
hér er um að ræða umhverfisvæn fyrirtæki miðað við stóriðjuna í álveri og
kísilveri.

Atvinnu- og hafnaráð segir að Reykjanesbær sé tilbúinn að veita vilyrði fyrir lóðum í Helguvík fyrir slíka starfsemi og þegar hefur Reykjaneshöfn úthlutað til AGC lóð undir fyrirhugaða starfsemi.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024