Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umhverfisstofnun heldur kynningarfund um starfsleyfi Thorsil
Mynd af því hvernig kísilver Thorsil gæti litið út. Myndin er úr matsskýrslu Mannvits frá febrúar 2015.
Þriðjudagur 3. janúar 2017 kl. 10:15

Umhverfisstofnun heldur kynningarfund um starfsleyfi Thorsil

- Lengja frest til athugasemda vegna starfsleyfis

Umhverfisstofnun hefur framlengt frest til athugasemda vegna starfsleyfisstillögu kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík um eina viku eða til 9. janúar næstkomandi.

Kynningarfundur um starfsleyfistillöguna verður haldinn í bíósal Duus Safnahúsa næsta fimmtudag, þann 5. janúar, klukkan 17:00 og eru allir velkomnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér er hægt er að nálgast starfsleyfistillöguna og fylgigögn.

Áætlað er að kísilveri Thorsil verði framleidd allt að 110.000 tonnum af hrákísli og allt að 55.000 tonnum af kísildufti og 9.000 tonnum af kísilgjalli á ári. Áætlað er að í verksmiðjunni verði fjórir ofnar og að hún verði byggð í tveimur áföngum.