Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umhverfisráðherra Japans heimsótti Bláa Lónið
Nobuteru Ishihara er fyrsti japanski ráðherrann í 15 ár sem heimsækir Ísland.
Föstudagur 26. júlí 2013 kl. 21:36

Umhverfisráðherra Japans heimsótti Bláa Lónið

Ragnheiður Elín tók á móti ráðherranum

Umhverfisráðherra Japans, Nobuteru Ishihara, er þessa stundina í heimsókn hérlendis en ráðherrann heimsótti Bláa Lónið í dag ásamt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Umhverfisráðherrann er mikill áhugamaður um nýtingu jarðhita og vildi hann kynna sér starfsemi Bláa Lónsins. Forstjóri HS Orku, Júlíus Jónsson fræddi Japanann um starfsemina á meðan hann skoðaði sig um og Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri sagði honum frá starfsemi Bláa lónsins. Að lokum skellti ráðherrann sér í sundfötin og naut blíðunnar ásamt föruneyti sínu í Lóninu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri útskýrir töfra Bláa Lónsins fyrir ráðherranum.

Umhverfisráðherra Japans, Nobuteru Ishihara ásamt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra.