Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umhverfisráðherra í heimsókn hjá Reykjanesbæ
Miðvikudagur 11. nóvember 2009 kl. 10:34

Umhverfisráðherra í heimsókn hjá Reykjanesbæ


Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, kom í boði bæjarstjóra í heimsókn til Reykjanesbæjar síðdegis í gær. Með henni í för var Hafdísi Gísladóttur aðstoðarmaður ráðherra. Tilefni boðsins var að kynna ráðherra þau margvíslegu atvinnuverkefni sem eru í gangi á svæðinu, segir í á heimasíðu Reykjanesbæjar.

Svandís hitti starfsmenn á bæjarskrifstofum og fræddist á stuttum fundi um helstu verkefni bæjarfélagsins á sviði fjölskyldu-, umhverfis- og atvinnumála. Þá var haldið í Víkingaheima, nýju göngustígarnir með ströndinni skoðaðir og haldið í bátasafnið í Duus húsum þar sem listasalurinn og sýningin Völlurinn var skoðuð.

Þaðan lá leiðin til Helguvíkur þar sem við blöstu stálgrindur að kerskálum fyrirhugaðs álvers og voru ráðherra kynntar hafnarframkvæmdir sem unnið er við. Frá Helguvík var haldið að Ásbrú, ekið í gegnum svæði rafræna gagnaversins, á vegum Verne Holdings og síðan til fundar í aðstöðu Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, þar sem farið var yfir helstu verkefni á svæðinu, s.s frumkvöðlasetur, vísinda- og fræðasetrið Keili, heilsusjúkrahús og gagnaver.

Að síðustu var haldið í orkusetur Keilis þar sem skoðaðar voru framkvæmdir við uppsetningu efna- og orkufræðistofu.
---


Mynd/Reykjanesbær – Ekki var að sjá annað en að vel færi á með bæjarstjóranum og umhverfisráðherranum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024