Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umhverfisráðherra fundar með íbúum Reykjanesbæjar
Umhverfisráðherra hefur ákveðnar skoðanir á kísilveri United Silicon í Helguvík.
Föstudagur 20. október 2017 kl. 16:41

Umhverfisráðherra fundar með íbúum Reykjanesbæjar

Opinn samtalsfundur umhverfisráðherra með íbúum Reykjanesbæjar um stöðuna í Helguvík verður haldinn í kosningamiðstöð Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi að Hafnargötu 21 í Reykjanesbæ laugardaginn 21. október kl. 12 á hádegi
 
„Viltu kísilver eða græna framtíð?” er yfirskrift fundarins. „Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur þátt í umræðum á opnum fundi um umhverfismál í Reykjanesbæ. Rætt verður um stöðuna í Helguvík, framtíð umhverfismála og náttúruvernd á Reykjanesinu,“ segir í tilkynningu frá Bjartri framtíð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024