Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umhverfisráðherra á ráðstefnu slökkviliðsstjóra á Ránni
Mánudagur 26. mars 2007 kl. 11:39

Umhverfisráðherra á ráðstefnu slökkviliðsstjóra á Ránni

Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, hélt tölu á árlegri ráðstefnu slökkviliðsstjóra sem að þessu sinni var haldin á Ránni í Reykjanesbæ sl. fimmtudag.

Í erindi sínu bauð hún slökkviliðsstjórann á Keflavíkurflugvelli, Ólaf Ásmundsson, velkominn í hóp „íslenskra“ slökkviliðsstjóra, en Slökkviliðið á flugvellinum komst undir íslenska stjórn með brotthvarfi hersins.

Hún fór einnig yfir gang verkefnis sem miðar að því að efla tækjakost slökkviliða um allt land, bæði til eldvarna og til að verjast mengunarslysum.

Þá fór hún yfir væntanlegar breytingar á yfirstjórn brunamála og úrræði sem slökkvilið hafa til að bregðast við ólögmætri búsetu í ósamþykktu húsnæði.

Að lokum sagði hún að það myndi ráðst af vilja þess Alþingis sem kjörið verður í vor, hver framtíð brunamálastofnunar verður. Hún sagðist þess fullviss að með því að skapa stæri og öflugri stofnun í stað Brunamálastofnunar fengist sterkari bakhjarl fyrir slökkviliðsstjóra landsins og hægt væri að vinna enn betur að brunamálum í landinu.

 

VF-myndir/Þorgils

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024