Umhverfismál og löggæsla á Aðalfundi SSS
Umhverfismál voru í brennidepli á aðalfundi SSS sem haldinn var á föstudag og laugardag. Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir flutti ávarp auk Páls Péturssonar félagsmálaráðherra. Að lokinni kynningu á samgöngumannvirkinu Keflavíkurflugvelli var fundargestum boðið í skoðunarferð um Flugþjónustusvæði Keflavíkurflugvalla og Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Páll Pétursson, félagsmálaráðherra opnaði dagskrá laugardagsins með ávarpi og í kjölfarið var erindi um Staðardagskrá 21.
Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi kynnti verkefnið og stöðu þess hér á landi. Kjartan Már Kjartansson, formaður stýrihópr Staðardagskrár 21 í Reykjanesbæ kynnti síðan stöðu mála í Reykjanesbæ og hvernig verkefnið hefði verið unnið hér. Fundargestir voru flestir jákvæðir í garð verkefnisins og vakti umfjöllunin marga til umhugsunar. Ellert Eiríksson bæjarstjóri Reykjanesbæjar nefndi lifandi dæmi um hvernig hægt væri að huga að umhverfinu með því að sameina í bíla og minnka notkun ólífræna efni svo eitthvað sé nefnt. Fjallað var um þá uppbyggingu sem orðið hefur í leikskólum á svæðinu og viðtökur sem verkefnið hefur fengið af hálfu íbúa. Umræður um umhverfismál héldu síðan áfram og kynnti Magnús R. Guðmannsson stöðu í fráveitumálum á Suðurnesjum og Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri SS kynnti fyrir fundargestum stöðu mála í sorpeyðingu, -endurvinnslu og brennslu. Magn sorps við sorphirðu hefur farið hækkandi á síðustu árum en miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar bæði í tengslum við nýja brennslustöð og urðunarstað.
Magnús H. Guðjónsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja flutti samantekt á umhverfismálum sveitarfélaga. Mikla athygli vakti í máli hans hversu viðkvæm vatnsból á Suðurnesjum eru fyrir mengunarslysum. Fram kom að færi olíubíll á hliðina á tilteknu svæði á Grindavíkurvegi myndi grunnvatnsból við Svartsengi mjög sennilega mengast hratt. Sömu sögu var að segja um vatnsból Vogamanna og samþykkti fundurinn ályktun þar sem stjórnvöld eru hvött til að banna olíuflutning um Reykjanesbraut og Grindavíkurveg og nota í staðinn hafnir á svæðinu. Viðar Már Aðalssteinsson, forstöðumaður umhverfis- og tæknisviðs Reykjanesbæjar kynnti fyrir fundargestum landupplýsingakerfi, sk. GIS kerfi. Löggæslumál voru mikið rædd á fundinum og var samþykkt ályktun um að mótmæla fækkun stöðugilda í lögreglu Keflavíkur. Líflegar umræður sköpuðust um hin ýmsu mál og verður nánar gert grein fyrir þeim í Víkurfréttum á næstunni.
Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi kynnti verkefnið og stöðu þess hér á landi. Kjartan Már Kjartansson, formaður stýrihópr Staðardagskrár 21 í Reykjanesbæ kynnti síðan stöðu mála í Reykjanesbæ og hvernig verkefnið hefði verið unnið hér. Fundargestir voru flestir jákvæðir í garð verkefnisins og vakti umfjöllunin marga til umhugsunar. Ellert Eiríksson bæjarstjóri Reykjanesbæjar nefndi lifandi dæmi um hvernig hægt væri að huga að umhverfinu með því að sameina í bíla og minnka notkun ólífræna efni svo eitthvað sé nefnt. Fjallað var um þá uppbyggingu sem orðið hefur í leikskólum á svæðinu og viðtökur sem verkefnið hefur fengið af hálfu íbúa. Umræður um umhverfismál héldu síðan áfram og kynnti Magnús R. Guðmannsson stöðu í fráveitumálum á Suðurnesjum og Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri SS kynnti fyrir fundargestum stöðu mála í sorpeyðingu, -endurvinnslu og brennslu. Magn sorps við sorphirðu hefur farið hækkandi á síðustu árum en miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar bæði í tengslum við nýja brennslustöð og urðunarstað.
Magnús H. Guðjónsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja flutti samantekt á umhverfismálum sveitarfélaga. Mikla athygli vakti í máli hans hversu viðkvæm vatnsból á Suðurnesjum eru fyrir mengunarslysum. Fram kom að færi olíubíll á hliðina á tilteknu svæði á Grindavíkurvegi myndi grunnvatnsból við Svartsengi mjög sennilega mengast hratt. Sömu sögu var að segja um vatnsból Vogamanna og samþykkti fundurinn ályktun þar sem stjórnvöld eru hvött til að banna olíuflutning um Reykjanesbraut og Grindavíkurveg og nota í staðinn hafnir á svæðinu. Viðar Már Aðalssteinsson, forstöðumaður umhverfis- og tæknisviðs Reykjanesbæjar kynnti fyrir fundargestum landupplýsingakerfi, sk. GIS kerfi. Löggæslumál voru mikið rædd á fundinum og var samþykkt ályktun um að mótmæla fækkun stöðugilda í lögreglu Keflavíkur. Líflegar umræður sköpuðust um hin ýmsu mál og verður nánar gert grein fyrir þeim í Víkurfréttum á næstunni.