Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umhverfisátak hefst eftir helgi
Föstudagur 19. ágúst 2005 kl. 13:46

Umhverfisátak hefst eftir helgi

Reykjanesbær hefur síðustu þrjú ár staðið fyrir umhverfisátaki í sveitarfélaginu, í samvinnu við Hringrás hf, Njarðtak hf, Kölku, Bláa herinn, fyrirtæki og íbúa Reykjanesbæjar.

Átakið byrjar formlega á mánudaginn og gert er ráð fyrir að því ljúki 2. september.

Markmið átaksins er að gera Reykjanesbæ að hreinni bæ með því að hreinsa málma innan bæjarmarka.

Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar mun taka á móti ábendingum hvar járnarusl er að finna á opnum svæðum í bæjarlandinu. Hægt er að hafa samband í síma 421 1552.

Gámar verða staðsettir á lóð Hringrásar í Helguvík og á opnu svæði við Fitjabraut.

Íbúar og fyrirtækjaeigendur eru hvattir til vera virkir í átakinu.

VF-mynd úr safni: Þetta rusl var skilið eftir á víðavangi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024