Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umhverfisátak hafið í Reykjanesbæ
Föstudagur 20. ágúst 2004 kl. 14:07

Umhverfisátak hafið í Reykjanesbæ

Umhverfisátak í Reykjanesbæ hófst formlega í dag kl. 11:30 en markmið þess er að hreinsa málma og annað rusl innan bæjarmarka.

Átakið er unnið í samvinnu við Hringrás hf, Njarðtak hf, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, Bláa herinn, fyrirtæki sem og íbúa í Reykjanesbæ.
Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar mun taka á móti ábendingum í síma 421 1552 um hvar málma og annað rusl er að finna og kemur þeim áleiðis.

Sérstakir gámar verða settir upp vegna átaksins á lóð Hringrásar í Helguvík. Því er mikilvægt að fyrirtæki nýti sér þá á þessum tíma, þeim að kostnaðarlausu.

Stefnt er að því að ljúka umhverfisátakinu fyrir 3. september n.k. og eru íbúar og fyrirtækjaeigendur hvattir til að vera virkir í átakinu með því að benda á það sem betur má fara í umhverfinu.

Myndin var tekin við formlega setningu átaksins í Helguvík í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024