Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umhverfisátak: Fara tankarnir loks?
Föstudagur 10. september 2004 kl. 17:23

Umhverfisátak: Fara tankarnir loks?

Umhverfisátak í Reykjanesbæ, sem hófst formlega þann 20. ágúst sl., hefur gengið vel en til stendur að gera enn betur á næstunni.

Á meðan átakinu stendur, næstu tvær vikur, geta einstaklingar og fyrirtæki skilað málmum og öðru stærra rusli á þar til gert plan í Helguvík þar sem tekið verður við ruslinu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Áherslan í ár hefur verið lögð á að hreinsa svæði við Njarðvíkurhöfn og við gömlu fiskvinnsluhúsin í Innri-Njarðvík.

Nú er eftir að hreinsa burt stærri hluti eins og ónýt hús og munu stórvirk tæki koma að því að fjarlægja slíkt. Guðmundur Pétursson hjá RV ráðgjöf og Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, eru meðal forsvarsmanna átaksins og segja þeir í grein Morgunblaðsins að þar sé af ýmsu að taka og nefna sem dæmi tankana sem standa enn við Njarðvíkurhöfn. Mikil sjónmengun er af þeim og eru íbúar í nágrenni þeirra orðnir langþreyttir á ástandinu og huga að aðgerðum. Vonast er til að samkomulag náist við eigendur þeirra um að þeir verði fjarlægðir sem fyrst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024