Umhverfisátak á heimilunum
Mikil þátttaka var á fundi um „vistvernd í verki" sem haldinn var í fundasal Markaðs- og atvinnuskrifstofu Reykjanesbæjar í gærkveldi. Þar var samankominn hópur fólks sem kemur til með að skipa fyrsta visthóp bæjarins, sem hefur umhverfisvænni lifnaðarhætti að leiðarljósi. Sorpeyðingastöð Suðurnesja kemur myndarlega að verkefninu og leggur til jarðvegskassa til þeirra tíu fjölskyldna sem fara inn í verkefnið. Sorpeyðingastöðin hefur mikinn hag af því að fólk flokki rusl því urðun og brennsla er dýr auk þess sem dýrt er að hirða rusla frá heimilum bæjarins. Það hefur sýnt sig að þær fjölskyldur sem hafa farið inn í „vistvernd í verki" og gert heimilið vistvænna, hafa minnkað sorp hjá sér svo um munar, talið er að fjögurra manna fjölskylda geti minnkað sorp hjá sér um 200 kíló á ári. Hingað til hafa samtals um 200 fjölskyldur á Íslandi tekið þátt í þessu verkefni, þegar allir á heimilinu eru taldir eru þetta um 700 einstakliingar. Tekin eru fyrir fimm viðfangsefni, sorp, orka, samgöngur, innkaup og vatn og njóta vistfjölskyldurnar leiðsagnar og fara sameiginlega í gegnum handbók með stuðningi leiðbeinanda.,
Á fundinum í gær kynnti fólk sig og sagði frá hvers vegna það vildi vera í slíkum visthópi, kom þá í ljós sterk löngun manna og kvenna til að nýta betur það sem kemur inn á heimilin og losa sig við óþarfa.
Kjartan Már Kjartansson, formaður stýrihóps Staðradagskrár 21, var ánægður með mætingu á fundinn, eins og reyndar allir sem að fundinum komu, og sagði frá hugmyndum stýrihópsins.
Sigurborg Kr. Hannesdóttir, sér um verkefnið fyrir Landvernd og er aðalhvatamanneskjan að verkeninu. „Breytingar til betri vegar gerast hjá einstaklingum, við getum ýmislegt gert sjálf", sagði hún og benti á margar leiðir sem fjölskyldur geta farið vilji þær verða vistvænni en þær eru.
Johan D. Jónsson, markaðs- og ferðamálaráðgjafi Reykjanesbæjar heldur utanum verkefnið fyrir stýrihóp Staðardagskrár 21 og getur veitt fólki nánari upplýsingar í síma: 421-6750 og á netfanginu johan.d. [email protected]
Á fundinum í gær kynnti fólk sig og sagði frá hvers vegna það vildi vera í slíkum visthópi, kom þá í ljós sterk löngun manna og kvenna til að nýta betur það sem kemur inn á heimilin og losa sig við óþarfa.
Kjartan Már Kjartansson, formaður stýrihóps Staðradagskrár 21, var ánægður með mætingu á fundinn, eins og reyndar allir sem að fundinum komu, og sagði frá hugmyndum stýrihópsins.
Sigurborg Kr. Hannesdóttir, sér um verkefnið fyrir Landvernd og er aðalhvatamanneskjan að verkeninu. „Breytingar til betri vegar gerast hjá einstaklingum, við getum ýmislegt gert sjálf", sagði hún og benti á margar leiðir sem fjölskyldur geta farið vilji þær verða vistvænni en þær eru.
Johan D. Jónsson, markaðs- og ferðamálaráðgjafi Reykjanesbæjar heldur utanum verkefnið fyrir stýrihóp Staðardagskrár 21 og getur veitt fólki nánari upplýsingar í síma: 421-6750 og á netfanginu johan.d. [email protected]