Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 21. mars 2000 kl. 15:02

Umhverfisáhrif jarðhitanýtingar á Reykjanesi

VSÓ Ráðgjöf hefur skila inn frummatsskýrslu á umhverfisáhrifum jarðhitanýtingar á Trölladyngjusvæðinu á Reykjanesi, en Hitaveita Suðurnesja hyggst hefja orkuframleiðslu þar þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir og ef allt gengur að óskum. Skýrslan bendir til þess að háhitaboranir á þessu svæði muni hafa óveruleg áhrif á umhverfið og dýralíf á svæðinu.Afkastamikið svæði Samkvæmt áliti sérfræðinga Orkustofnunar gefur ýmislegt til kynna að jarðhitakerfið á Reykjanesi sé verulega afkastamikið. Reiknilíkön sem nú eru tiltæk benda til að litlar breytingar verði á djúpástandi svæðisins þó vinnsla sé margfölduð. Engin áhrif á grunnvatnið Í skýrslunni kemur fram að þeim menningarminjum sem eru utan þessa svæðis verður hlýft við raski, eins og framast er unnt. Öllum náttúruminjum verður ennfremur hlýft. Framkvæmdir við háhitaboranirnar koma ekki til með að valda áhrifum á rennsli grunnvatns á vatnsverndarsvæðum né skaða viðkvæman gróður á svæðinu. Hlýfa fuglunum Möguleg áhrif framkvæmda á fuglalíf á svæðinu felast fyrst og fremst í truflun á varpi vegna aukinnar umferðar og hávaða. Því verður reynt að takmarka boranir við tímabilið september til apríl, svo sem minnst truflun verði á kríuvarpi. Bætt aðgengi fyrir ferðamenn Óvíst er hvaða áhrif jarðhitanýting á Reykjanesi kemur til með að hafa áhrif á ferðaþjónustu, en reynt verður að gera svæðið aðlaðandi fyrir ferðamenn, m.a. með því að bæta aðgengi og merkingar og fjarlægja rusl. Skaðlaus efni Ólíklegt er að spjöll verði á lífríki á fjöru eða hafs, þótt jarðhitavökvi verði leiddur til sjávar. Affallsvatnið er að uppruna sjór, þótt seltan hafi aukist nokkuð vegna afsuðu og eru langflest innihaldsefnin skaðlaus. Straumar eru auk þess miklir við Reykjanes og þynnist affallið þar með fljótt eftir að það hefur verið leitt út í sjó. Hugsanlegt er að kísilútfellingar muni sjást í fjörunni og þar sem affallið berst til sjávar. Losun gass mun varla hafa merkjanleg áhrif á umhverfið. Gera má ráð fyrir að megnið af því brennisteinsvetni sem losnar, muni oxast í brennistein, sem er skaðlaus, dreifast yfir stór svæði og verða hluti af jarðvegi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024