Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fundar um United Silicon
- Fulltrúar íbúa, United Silicon, bæjaryfirvalda og Umhverfisstofnunar boðaðir á fundinn
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis heldur fund um mengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík næsta miðvikudag, 5. apríl. Nefndin hefur boðað fulltrúa íbúa í Reykjanesbæ á fundinn, auk fulltrúa frá United Silicon, Umhverfisstofnun og bæjarráði Reykjanesbæjar. Umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttir, mun sitja fundinn.
Boðað er til fundarins til að ræða mengun sem íbúar í nágrenni kísilverksmiðjunnar hafa fundið fyrir síðan starfsemi hófst í þar í nóvember síðastliðnum. Fundurinn hefst klukkan 9:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Alþingisrásinni.