Umhleypingar næstu daga
Hægari vindur og hiti kringum frostmark.
Eftir stormasamt veðurfar í gær býður veðurspá næstu daga upp á hægari vind og él. Norðan 18-25 um landið V-vert eftir hádegi, en norðvestan 13-23 m/s víða um land í kvöld og þá snjókoma eða él N-til, en þurrt syðra. Hiti kringum frostmark. Lægir í nótt og fyrramálið. Norðlæg átt 5-13 um hádegi á morgun og dálítil él um landið norðanvert, annars bjart á köflum. Frost 0 til 6 stig.