Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 1. febrúar 2000 kl. 10:48

Umframeftirspurn eftir hlutafé í Bláa Lóninu hf.

Sölu á nýju hlutafé í Bláa Lóninu hf. er lokið. Boðnar voru 100 milljónir króna að nafnvirði á genginu 2.1. Allir stærri hluthafar nýttu sér kauprétt sinn og var rúmlega 40% umframeftirspurn eftir hlutafé hjá forkaupsréttarhöfum. Innlendir og erlendir aðilar utan núverandi hlutahafahóps létu einnig í ljós áhuga á að kaupa í félaginu. Eftir aukninguna er hlutafé félagsins rúmlega 400 milljónir króna. Markmið hlutafjáraukningarinnar er að styrkja eiginfjárstöðu fyrirtækisilns, efla áframhaldandi þróun á starfsemi þess, fjármagna viðbótarframkvæmdir við nýja baðstaðinn og undirbúa framtíðaruppbyggingu heilsulindarhótels. Helstu hluthafar Bláa Lónsins hf. eru sem fyrr Hitaveita Suðurnesja, Flugleiðir, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, OLÍS og Hvatning ehf.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024