Umframeftirspurn eftir hlutafé í Bláa Lóninu hf.
Sölu á nýju hlutafé í Bláa Lóninu hf. er lokið. Boðnar voru 100 milljónir króna að nafnvirði á genginu 2.1. Allir stærri hluthafar nýttu sér kauprétt sinn og var rúmlega 40% umframeftirspurn eftir hlutafé hjá forkaupsréttarhöfum. Innlendir og erlendir aðilar utan núverandi hlutahafahóps létu einnig í ljós áhuga á að kaupa í félaginu. Eftir aukninguna er hlutafé félagsins rúmlega 400 milljónir króna. Markmið hlutafjáraukningarinnar er að styrkja eiginfjárstöðu fyrirtækisilns, efla áframhaldandi þróun á starfsemi þess, fjármagna viðbótarframkvæmdir við nýja baðstaðinn og undirbúa framtíðaruppbyggingu heilsulindarhótels. Helstu hluthafar Bláa Lónsins hf. eru sem fyrr Hitaveita Suðurnesja, Flugleiðir, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, OLÍS og Hvatning ehf.