Umferðarskilti sett upp við Hafnargötuna
Verkamenn stóðu í ströngu í gær við að setja upp umferðarskilti sem vantaði á Hafnargötuna.
Víkurfréttir vöktu athygli á málinu í síðustu viku þar sem dekk bifreiðar og felga skemmdust eftir að ökumaður fór utan í ómerkta umferðareyju sem var undir snjó.
Aðstæður voru ekki með besta móti þar sem mikið frost var í jörðu og þurfti því að bræða frerann með heitu vatni áður en hægt var að koma skiltunum fyrir.
Vonandi verður uppsetningin til þess að slíkar uppákomur endurtaki sig ekki.
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Víkurfréttir vöktu athygli á málinu í síðustu viku þar sem dekk bifreiðar og felga skemmdust eftir að ökumaður fór utan í ómerkta umferðareyju sem var undir snjó.
Aðstæður voru ekki með besta móti þar sem mikið frost var í jörðu og þurfti því að bræða frerann með heitu vatni áður en hægt var að koma skiltunum fyrir.
Vonandi verður uppsetningin til þess að slíkar uppákomur endurtaki sig ekki.
VF-mynd/Þorgils Jónsson