Umferðaröryggi í Sandgerði
Bæjarráð Sandgerðisbæjar samþykkti á síðasta kjörtímabili að veita 400.000 krónum til uppsetningar á hraðahindrun í Sandgerði en ekkert hefur orðið af þeirri samþykkt þó fjármagni hafi verið áætlað í verkið.
Í frétt sem Víkurfréttir birtu á vf.is í gær kemur fram að íbúi við Ásabraut í Sandgerði hafi kvartað undan hraðakstri við Ásabraut og að ekið hefði verið yfir fjögur gæludýr síðan í janúar á þessu ári.
Þann 13. júlí 2004 var samþykkt að setja upp hraðahindranir á Ásabraut og Suðurgötu í Sandgerði og þann 4. janúar 2006 krefjast bæjarfulltrúar þess að lögreglan auki gæslu og aðgerðir í bæjarfélaginu.
Samkvæmt lesanda sem hafði samband við Víkurfréttir er lögreglan sjaldséð í Sandgerði og því komist ökumenn upp með hraðakstur án þess að vera stöðvaðir. Þá hefur ekki enn verið ráðist í gerð hraðahindrana sem búið var að samþykkja.
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, ritar eftirfarandi bréf á vefsíðu Sandgerðisbæjar í tengslum við þetta mál:
Umferðaröryggi
Áskorun og viðvörun vegna hraðaksturs í bæjarfélaginu
Mikil umræða er í gangi um hraðakstur í bæjarfélaginu og er sú skoðun áberandi að bæjaryfirvöld þurfi að bregðast við sem og lögregluyfirvöld á staðnum. Rétt er og satt að betra væri ef lögreglan yrði hér sýnilegri, en hún er efalítið að sinna sínum verkefnum í samræmi við fjármagn og mannafla.Bæjaryfirvöld hafa heldur ekki brugðist sínum skyldum er þetta mál varðar.
Hámarkshraða í bæjarfélaginu var breytt niður í 30 km á síðasta ári og aðeins Standgatan hefur 50 km hámarkshraða. Hér verður að koma til samtakamáttur samfélagsins og hugarfarsbreyting. Hraðanum verður að ná niður og við verðum að leggjast á eitt er það mál varðar. Íbúar verða að líta í eigin barm og sjá til þess að ganga á undan með góðu fordæmi – nú er komið að okkur bæjarbúum að fara að lögum.
Hraðahindrun í einni götu leysir ekki vandann. Hindrunin getur haft áhrif á þeim stað þar sem hún er sett en umferðarhraðinn færist aðeins til með afleiðingum sem við viljum ekki horfast í augu við. En ef heldur fram sem horfir þá eigum við eftir að upplifa stórslys í bæjarfélaginu.
Ef hinsvegar íbúar telja nauðsynlegt að fá hraðahindrun til að stöðva lögbrot þá þarf slík umsókn að koma fram frá meirihluta íbúa viðkomandi götu. Æskilegt væri að í slíkri umsókn kæmi fram hvar íbúarnir telji að hún komi að bestu notum og að viðkomandi lóðarhafi sætti sig við slíka hindrun fyrir framan sitt hús. Umsóknin er síðan tekin til meðferðar hjá nefnd á vegum bæjarfélagsins sem fjallar um umferðarmál.
Umræða er til alls fyrst en við verðum að koma tillögum til bæjaryfirvalda með formlegum hætti í nútímasamfélagi. Það er markmið bæjarstjórnar að auka íbúalýðræðið.
Við skulum hinsvegar takast á við hinn raunverulega vanda sem er, að það er brot á lögum að virða ekki hámarkshraða bæjarfélagsins.
Bréf Sigurðar er tekið af www.sandgerdi.is
Í frétt sem Víkurfréttir birtu á vf.is í gær kemur fram að íbúi við Ásabraut í Sandgerði hafi kvartað undan hraðakstri við Ásabraut og að ekið hefði verið yfir fjögur gæludýr síðan í janúar á þessu ári.
Þann 13. júlí 2004 var samþykkt að setja upp hraðahindranir á Ásabraut og Suðurgötu í Sandgerði og þann 4. janúar 2006 krefjast bæjarfulltrúar þess að lögreglan auki gæslu og aðgerðir í bæjarfélaginu.
Samkvæmt lesanda sem hafði samband við Víkurfréttir er lögreglan sjaldséð í Sandgerði og því komist ökumenn upp með hraðakstur án þess að vera stöðvaðir. Þá hefur ekki enn verið ráðist í gerð hraðahindrana sem búið var að samþykkja.
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, ritar eftirfarandi bréf á vefsíðu Sandgerðisbæjar í tengslum við þetta mál:
Umferðaröryggi
Áskorun og viðvörun vegna hraðaksturs í bæjarfélaginu
Mikil umræða er í gangi um hraðakstur í bæjarfélaginu og er sú skoðun áberandi að bæjaryfirvöld þurfi að bregðast við sem og lögregluyfirvöld á staðnum. Rétt er og satt að betra væri ef lögreglan yrði hér sýnilegri, en hún er efalítið að sinna sínum verkefnum í samræmi við fjármagn og mannafla.Bæjaryfirvöld hafa heldur ekki brugðist sínum skyldum er þetta mál varðar.
Hámarkshraða í bæjarfélaginu var breytt niður í 30 km á síðasta ári og aðeins Standgatan hefur 50 km hámarkshraða. Hér verður að koma til samtakamáttur samfélagsins og hugarfarsbreyting. Hraðanum verður að ná niður og við verðum að leggjast á eitt er það mál varðar. Íbúar verða að líta í eigin barm og sjá til þess að ganga á undan með góðu fordæmi – nú er komið að okkur bæjarbúum að fara að lögum.
Hraðahindrun í einni götu leysir ekki vandann. Hindrunin getur haft áhrif á þeim stað þar sem hún er sett en umferðarhraðinn færist aðeins til með afleiðingum sem við viljum ekki horfast í augu við. En ef heldur fram sem horfir þá eigum við eftir að upplifa stórslys í bæjarfélaginu.
Ef hinsvegar íbúar telja nauðsynlegt að fá hraðahindrun til að stöðva lögbrot þá þarf slík umsókn að koma fram frá meirihluta íbúa viðkomandi götu. Æskilegt væri að í slíkri umsókn kæmi fram hvar íbúarnir telji að hún komi að bestu notum og að viðkomandi lóðarhafi sætti sig við slíka hindrun fyrir framan sitt hús. Umsóknin er síðan tekin til meðferðar hjá nefnd á vegum bæjarfélagsins sem fjallar um umferðarmál.
Umræða er til alls fyrst en við verðum að koma tillögum til bæjaryfirvalda með formlegum hætti í nútímasamfélagi. Það er markmið bæjarstjórnar að auka íbúalýðræðið.
Við skulum hinsvegar takast á við hinn raunverulega vanda sem er, að það er brot á lögum að virða ekki hámarkshraða bæjarfélagsins.
Bréf Sigurðar er tekið af www.sandgerdi.is