Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umferðarómenning við grunnskóla bæjarins
Fimmtudagur 26. ágúst 2004 kl. 10:06

Umferðarómenning við grunnskóla bæjarins

Umferðarómenningin virðist vera alger við grunnskóla Reykjanesbæjar ef marka má ljósmyndir sem teknar voru við Myllubakkaskóla í morgun. Þar var bifreiðum ítrekað lagt á gangbrautir eða bílar stöðvaðir á gangbrautunum til að hleypa börnum út. Á meðan bílar voru stopp á gangbrautinni framan við skólann tóku aðrir bílar framúr á gangbrautinni og ástandið var um tíma mjög vafasamt.
Skammt frá á Sólvallagötunni var síðan búið að leggja smájeppa þvert yfir gangstéttina þannig að gangandi umferð þurfti að fara út á götuna til að komast hjá jeppanum. Eigandi þess jeppa getur þakkað fyrir að hafa ekki keyrt á ljósastaur sem á er flaggað fána með setningunni: Ég geng í skólann. Mundu eftir mér!
Vonandi að umferðarmenningin við skólana fari að lagast. Ástandið getur vart orðið verra en það var í morgun, nema umferðarflækjan endi með slysi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024