Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umferðaróhöpp í hálkunni
Laugardagur 17. janúar 2015 kl. 12:16

Umferðaróhöpp í hálkunni

Ökumaður í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum missti stjórn á bifreið sinni í hálku í vikunni og hafnaði bifreið hans á ljósastaur sem lagðist á hliðina við höggið. Ökumaðurinn slapp ómeiddur.
Þá varð árekstur á gatnamótum Virkisbrautar og Skógarbrautar, þar sem ökumaður ók yfir á stöðvunarskyldu án þess að stöðva fyrst og í veg fyrir aðra bifreið. Var annar ökumannanna fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Loks voru tveir fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar eftir umferðaróhapp sem varð við Vogaafleggjara.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024