Umferðaróhöpp í hálkunni
Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbraut rétt austan við Vogaafleggjara um kvöldmatarleytið í gær og hafnaði á ljósastaur. Enginn slasaðist við óhappið en staurinn brotnaði og bifreiðin var óökufær. Hálku mun hafa verið um að kenna.
Á tíunda tímanum í gærkvöld varð umferðaróhapp á Sandgerðisvegi á móts við Rockville. Þar var bifreið ekið í veg fyrir aðra bifreið, sem ekið var eftir Sandgerðisveginum. Ökumaður þeirrar bifreiðar beygði frá til að forðast árekstur en hafnaði þess í stað á umferðarskiltum sem uppi eru við gatnamótin að Rockville. Bifreiðin skemmdist nokkuð við óhappið.
Á tíunda tímanum í gærkvöld varð umferðaróhapp á Sandgerðisvegi á móts við Rockville. Þar var bifreið ekið í veg fyrir aðra bifreið, sem ekið var eftir Sandgerðisveginum. Ökumaður þeirrar bifreiðar beygði frá til að forðast árekstur en hafnaði þess í stað á umferðarskiltum sem uppi eru við gatnamótin að Rockville. Bifreiðin skemmdist nokkuð við óhappið.