Umferðaróhapp í Grænásbrekku
Fremur rólegt var að gera hjá lögreglunni í Keflavík í gærkvöldi og nótt. Þó varð eitt umferðaróhapp í Grænásbrekku í gærkvöldi þar sem bifreið lenti á vegriði. Engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir urðu á bifreiðinni. Þá var einn ökumaður tekinn vegna gruns um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Hann gisti fangageymslu til morguns.