Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umferðarlagabrotum snarfækkar
Fimmtudagur 23. júlí 2009 kl. 09:33

Umferðarlagabrotum snarfækkar


Umferðarlagabrotum snarfækkaði í umdæmi Suðurnesjalögreglunnar milli ára í júní. Þau voru 938 í júní 2008 en „aðeins" 276 í júní síðastliðnum. Gera má ráð fyrir að ökumenn séu farnir að gæta sín á hraðamyndavélunum á Sandgerðis- og Garðvegi en með tilkomu þeirra fjölgaði brotum gífurlega.
Á sama tíma fjölgaði hegningarlagabrotum úr 76 í 92. Fíkniefnabrotum í fækkaði einnig, voru níu í júní síðastliðnum en 15 árið áður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024